Gisting í "Hraunskála" í Hvítársíðu við hálendisjaðar, - 3 nætur

 • Kvöldverður í þrjá daga er innifalin

 • Kvöldvaka fyrir þá sem vilja

 • Morgunmatur innifalinn

 • Hádegisverður innifalinn alla dagana (nesti og/eða grill)

 • þráðlaust net á staðnum

 

Fyrsta daginn mæta ferðalangar upp í Hraunskálann milli 16-18*

Sameginlegur kvöldverður og leiðsögumenn kynna dagskrá næstu daga.

Ferðadagur 1

Önnur leið norður

 • Hraunhellir skammt frá heimsóttur

 • Ekið inná hálendi Íslands og yfir Arnarvatnsheiði stærsta ósnortna mýrlendi í Evrópu 

 • Stoppað eftir stemningu og náttúran föðmuð

 • Hádegisverður - Lautarferð í ljúfri laut 

 • Ekið yfir vað og norður í Miðfjörð, að Bjargi fæðingarstað Grettirs sterka

 • Gengið eftir fjörunni í bottni Miðfjarðar

 • Holtavörðurheiði tilbaka með stoppum við Fornahvamm, Kattarhryggi.

 • Farið yfir Grjótháls yfir í Þverárhlíð með viðkomu í hinni sögulegu Þverárrétt

 • Kvöldmatur i Hraunskála

 

Ferðadagur 2

Önnur leið á OK​​

 • Stoppum í Skorradal og göngum að fossinum Hvítserk

 • Keyrum framhjá Eiríksvatni upp Uxahryggi og stoppum við Hallbjarnarvörður þar sem endalaust útsýni er til allra átta

 • Ekið upp í Kaldadal á hæsta fjallvegi Íslands

 • Birgðastaða tekin í neyðarskýlinu og bætt á vistir þar ef þarf.(góður ávani)

 • Hádegisverður við Neyðarskýlið

 • Keyrum að Presthnúk, skoðum hrafntinnu og perlustein

 • Gengið á OK sem áður var jökull (ca. 8km í heild)

 • Brölt á jeppum að Lambafossi og yfir ánna

 • Keyrt niður Hvítársíðu

 • Kvöldmatur í Hraunskála

 

Ferðadagur 3

Önnur leið um nesið

 • Keyrum úr Stafholtstungum yfir í Borgarhrepp, fáfarna leið að Langá

 • Skoðum Sveðjufoss

 • Haldið áfram vestur

 • Farið í göngu um Gullborgarhraun (ca. 6 km í heild)

 • Einn magnaðasti hellir landsins heimsóttur. 

 • Hádegisverður í hrauninu

 • Gengið upp á 7000 ára gamlan sprengigíg.

 • Spriklað í náttúrulaug þar til lófar sveskjast upp og þreytan líður úr fótum

 • Ökum niður í Straumfjörð og þar sem Pourquoi-Pas fórst 1936

 • Skoðum muni og minjar tengda skipbrotinu

 • Falleg skeljasandsfjara

 • Stórkostlegt fuglalíf og ef heppnin er með sjást hafernir á flugi

 • Mæting í Hraunskálann um 18.00 leytið og allir "olnboga" bless

Upplýsingar um ferð

 

Lagt er af stað á ferðadögum um klukkan 8:30 á einum eða tveimur breyttum bílum

 

Innifalið:

Gisting 3 x nætur, 3 x dagsferðir með leiðsögn á breyttum jeppum.

3 x morgunverðir, 3 x hádegisverðir og 3 x kvöldverðir innifaldir

SO FUN!!!!

Reviewed on Tripadvisor 

 

... I think all four of us would concur that our favorite part was the Heart of Iceland portion where Villi and his wife welcomed us to their country bed and breakfast (Icelandic dinner included!) We loved the outdoor hot tub, the amazing smoked trout appetizers and the leg of lamb dinner with delicious fresh salad and sweet potato side. The dessert was too good to avoid. The champagne and wine - over the top. So fun!!! Strongly recommend Villi and especially his Heart of Iceland tour!

* Við sendum þeim sem bóka sig í ferðina skemmtilega ferðalýsingu til að keyra eftir upp í Hraunskálann með áhugaverðum stoppum m.a. í Borgarfirði (aðgengileg fólksbílum) til að bæta 4. ævintýradeginum í ferðina.

Athugið

 • Því miður er ekki hjólastólaaðgengi

 • Salernisaðstaðan er mjög náttúruleg í dagsferðunum enda fjarri manna byggðum.

3 ævintýralegir dagar og 3 nætur í "Hraunskálanum" (Lava Lodge) Ferðatímabil 25.Júní-1. September.

 

Um er að ræða 3 dagsferðir með leiðsögn á breyttum jeppum. Við keyrum fáfarnar leiðir förum í áhugaverðar gönguferðir á fallegum stöðum, heimsækjum fornsöguleg heljarmenni, náttúrulaugar, hella, skoðum hrafntinnu, perlustein og önnur náttúruundur og ef heppnin er með okkur sjáum við haferni. 

Lengd ferðar:           3 dagsferðir

Hámarksfjöldi :        16 Manns**

Lágmarks aldur:      12 ára

Verð  á mann með VSK: 

2 í herbergi :               98.000 ISK 

1 í herbergi:                 132.000 ISK

** 6 herbergi Hraunskála (12 manns)

    2 Herbergi Varmalandi (4 manns)